Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. september 2022 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boehly hefði nú átt að kynna sér málin aðeins betur
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Todd Boehly, eigandi Chelsea, fór mikinn er hann talaði á ráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.

Boehly talaði meðal annars um stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni en sú umræða hefur komist á flug í dag.

En sá bandaríski hefði líklega átt að kynna sér málin betur þegar hann fór að tala um þá sterku akademíu sem Chelsea býr yfir.

Chelsea er vissulega með mjög sterka akademíu en Boehly minntist á það að leikmenn eins og Mohamed Salah og Kevin de Bruyne hefðu komið úr henni.

Salah og De Bruyne spiluðu með Chelsea á sínum tíma en þeir komu ekki úr akademíu Chelsea - langt því frá.

Sjá einnig:
Boehly vill stjörnuleik í enska boltanum - „Vill hann líka fá Harlem Globetrotters?“


Enski boltinn - Norðrið gegn suðrinu í stjörnuleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner