Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. september 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
„Maður upplifði það um leið og maður kom inná völlinn"
Nökkvi Þeyr Þórisson
Nökkvi Þeyr Þórisson
Mynd: Beerschot
Nökkvi Þeyr Þórisson er byrjaður að lifa draum allra fótboltamanna og það er auðvitað atvinnumennskan. Hann kom inná í sínum fyrsta leik fyrir Beerschot í B-deildinni í Belgíu á föstudag og lýsti aðeins upplifuninni í viðtali við Fótbolta.net í Innkastinu.

KA-maðurinn var keyptur til Beerschot á dögunum eftir að hafa spilað frábærlega í Bestu deildinni með KA á tímabilinu.

Hann skoraði 17 mörk í efstu deild áður en hann fór út og lék þá sínar fyrstu mínútur fyrir Beerschot á föstudag í 2-0 tapi gegn Lommel.

„Öll umgjörð er miklu miklu stærri og meiri. Peningur og aðstaða er allt önnur.

„Aðdáendurnir er eitthvað sem maður upplifði síðasta föstudag. Það var svolítið öðruvísi."

„Það var geggjað. Skrítinn leikur, lentum manni færri eftir tuttugu mínútur. Þá breyttist leikurinn en geggjað að fá fyrstu mínúturnar því ég var bara búinn að ná tveimur æfingum. Ég átti ekki von á að fá margar mínútur og ánægður að fá þær strax,"
sagði Nökkvi en stuðningsmenn Beerschot komu honum heldur betur á óvart þegar hann kom inná.

„Þetta var rosalegt. Þetta er 12-15 þúsund manna leikvangur og þeir eru þekktir Beerschot aðdáendurnir að vera topp þrír stuðningmenn í Belgíu og maður upplifði það um leið og maður kom á völlinn. Það heyrðist ekkert nema í þeim," sagði hann ennfremur.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner