Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í fótbolta lést í Danmörku, 86 ára að aldri, þar ætlaði hann að vera viðstaddur jarðarför góðvinar síns Finn Heiner. Þeir kynntust í gegnum störf sín í íþróttafréttum á RÚV og DR og urðu ævilangir vinir.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Álfheiður Gísladóttir, börn þeirra eru fjögur og barnabörn og barna-barnabörn fjórtán.
Bjarni fékk fálkaorðuna hjá forseta Íslands á nýársdag 2022 fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar.
Bjarni varð fimm sinnum Íslandsmeistari með KR á árunum 1959-1968 og bikarmeistari í sjö skipti á þessum árum.
Hann spilaði sex leiki fyrir A-landslið Íslands.
Frægustu leikir Bjarna með KR voru Evrópuleikirnir við Liverpool árið 1964 en þetta voru fyrstu leikir enska félagsins í Evrópu. Í dag, 14. september eru 59 ár frá leik liðanna á Anfield.
Bjarni starfaði sem íþróttafréttamaður á RÚV í 42 ár og var mjög vinsæll í því hlutverki.
Hann kom með enska boltann á sjónvarpsskjáinn hjá landsmönnum hjá RÚV á níundan áratug síðustu aldar.
Hann varð vitni að harmleiknum á Hillsborough leikvanginum 15. aprí 1989 þegar 96 manns létu lífið í troðningi í áhorfendastúkunni. Þangað hafði hann farið til að lýsa leik Liverpool og Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins.