Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 14. október 2019 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Neymar frá í fjórar vikur
Brasilíska stórstjarnan Neymar verður ekki með Paris Saint-Germain næstu fjórar vikurnar en þetta staðfesti félagið í dag.

Neymar fór meiddur af velli á 12. mínútu í 1-1 jafntefli Brasilíu gegn Nígeríu á dögunum.

Hann virtist hafa tognað á nára og mun ekki spila með PSG næsta mánuðinn.

Neymar hefur spilað 5 leiki með PSG á tímabilinu og skoraði 4 mörk en þetta er líklega síðasta tímabil hans með franska liðinu.

Barcelona var í viðræðum við PSG í sumar um að fá Neymar aftur til Spánar en þær viðræður sigldu í strand. Hann vill ólmur komast frá Frakklandi en Real Madrid og Juventus eru einnig sögð hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner