Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Búlgaríu með kynþáttaníð - Fengu viðvörun
Tyrone Mings
Tyrone Mings
Mynd: Getty Images
England er að vinna Búlgaríu 3-0 í undankeppni Evrópumótsins en þó er möguleiki á því að dómarinn flauti leikinn af.

Tyrone Mings er að spila fyrsta A-landsleik sinn fyrir England en stuðningsmenn Búlgaríu reyna hvað þeir geta til að eyðileggja þessa upplifun fyrir honum.

Stuðningsmennirnir hafa verið með níðsöngva um Mings sem vísa í kynþátt hans en Mings lét Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins, vita sem ræddi svo við dómarann.

Stuttu síðar var tilkynnt í kallkerfinu að ef stuðningsmenn Búlgaríu hætti ekki að vera með kynþáttaníð þá verður leikurinn flautaður af.

Þetta var lokaviðvörunin en dómarinn mun fara betur yfir málin í hálfleik.

Uppfært: Leikurinn hefur verið stöðvaður í tvígang og Gareth Southgate, þjálfari Englands, er að ræða við fjórða dómarann.

Ross Barkley er búinn að skora tvö mörk í leiknum og leggja upp eitt fyrir Marcus Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner