Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 14. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA á laugardag.

„Ég er að bíða eftir að Pablo komi til baka, hann er á flugi í dag. Kwame kom í gær og þessir fjórir sem voru í U21 landsliðinu eru í lagi," sagði Arnar um stöðuna á hópnum.

„Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go.'"

Pablo Punyed er að koma úr landsliðsverkefni með El Salvador. Stutt er í bikarúrslitaleikinn, gæti það orðið til þess að Pablo byrji á bekknum?

„Það hefðu verið líkur á því ef hann hefði spilað mikið í þessum þremur leikjum, en hann spilaði bara þrjátíu mínútur. Þetta var erfitt ferðalag, hann er lykilmaður í okkar liði og maður vill gefa honum allan séns á að spila þennan leik. Þetta er samtal sem ég mun eiga við hann, hann er nógu reynslumikill til að vita hvað hann þarf til að ná sér fyrir þennan leik. Vonandi gefur hann bara heiðarlegt svar en þekkjandi fótboltamenn þá segja þeir allir að þeir vilji spila svona leik," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spialranum að ofan
Hverjir verða meistarar?
Athugasemdir
banner
banner