Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 14. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA á laugardag.

„Ég er að bíða eftir að Pablo komi til baka, hann er á flugi í dag. Kwame kom í gær og þessir fjórir sem voru í U21 landsliðinu eru í lagi," sagði Arnar um stöðuna á hópnum.

„Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go.'"

Pablo Punyed er að koma úr landsliðsverkefni með El Salvador. Stutt er í bikarúrslitaleikinn, gæti það orðið til þess að Pablo byrji á bekknum?

„Það hefðu verið líkur á því ef hann hefði spilað mikið í þessum þremur leikjum, en hann spilaði bara þrjátíu mínútur. Þetta var erfitt ferðalag, hann er lykilmaður í okkar liði og maður vill gefa honum allan séns á að spila þennan leik. Þetta er samtal sem ég mun eiga við hann, hann er nógu reynslumikill til að vita hvað hann þarf til að ná sér fyrir þennan leik. Vonandi gefur hann bara heiðarlegt svar en þekkjandi fótboltamenn þá segja þeir allir að þeir vilji spila svona leik," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spialranum að ofan
Hvernig fer Liverpool - Everton á laugardag?
Athugasemdir