Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
banner
   fim 14. október 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumaúrslitaleikur fyrir mig, fæddur og uppalinn Skagamaður og bæði lið áttu ævintýralegan endir á tímabilinu. Stuðningsmenn beggja liða búnir að vera frábærir," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag. Framundan er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA á laugardag.

„Ég er að bíða eftir að Pablo komi til baka, hann er á flugi í dag. Kwame kom í gær og þessir fjórir sem voru í U21 landsliðinu eru í lagi," sagði Arnar um stöðuna á hópnum.

„Núna skilur maður hvernig þessum stóru stjórum líður sem senda fimmtán leikmenn í landsliðsverkefni, örugglega nagandi á sér neglurnar hvernig leikmenn koma til baka. Allir eru heilir og 'ready to go.'"

Pablo Punyed er að koma úr landsliðsverkefni með El Salvador. Stutt er í bikarúrslitaleikinn, gæti það orðið til þess að Pablo byrji á bekknum?

„Það hefðu verið líkur á því ef hann hefði spilað mikið í þessum þremur leikjum, en hann spilaði bara þrjátíu mínútur. Þetta var erfitt ferðalag, hann er lykilmaður í okkar liði og maður vill gefa honum allan séns á að spila þennan leik. Þetta er samtal sem ég mun eiga við hann, hann er nógu reynslumikill til að vita hvað hann þarf til að ná sér fyrir þennan leik. Vonandi gefur hann bara heiðarlegt svar en þekkjandi fótboltamenn þá segja þeir allir að þeir vilji spila svona leik," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spialranum að ofan
Hvernig fer Vestri - KR á laugardag?
Athugasemdir
banner
banner