Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona vill fá fimm leikmenn á frjálsri sölu næsta sumar
Barcelona vill fá Pogba
Barcelona vill fá Pogba
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona er stórhuga fyrir næsta tímabil en félagið ætlar sér að fá fimm leikmenn á frjálsri sölu. Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir þessu.

Þetta ár hefur reynst Barcelona erfitt. Félagið hefur verið að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu klúbbsins og gengur reksturinn erfiðlega.

Félagið hefur ekki efni á því eyða miklu í leikmenn á næsta ári og ætlar því frekar að næla í nokkra leikmenn á frjálsri sölu.

Samkvæmt Mundo Deportivo þá er Barcelona með augun á Paul Pogba, Franck Kessie, Antonio Rudiger, Cesar Azpilicueta og Andre Onana.

Pogba hefur ekki enn ákveðið framtíð sína en enskir miðlar halda því fram að hann gæti skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Manchester United.

Onana mun yfirgefa Ajax og eru mörg stórlið á eftir honum. Þá hefur Chelsea boðið Rudiger nýjan samning en hann á enn eftir að gera upp hug sinn. Kessie ætlar sér þá ekki að framlengja við ítalska félagið Milan.

Barcelona fékk Sergio Aguero, Eric Garcia og Memphis Depay á frjálsri sölu í sumar og telur sig eiga góða möguleika á að landa þessum fimm leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner