Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lavezzi leggur skóna á hilluna
Lavezzi fagnar með landsliðinu árið 2015.
Lavezzi fagnar með landsliðinu árið 2015.
Mynd: Getty Images
Ezequiel Lavezzi, fyrrum framherji PSG, Napoli og argentíska landsliðsins, tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Lavezzi hóf ferilinn hjá Estudiantes í Argentínu árið 2003 og gekk í raðir San Lorenzo undir lok sama árs. Árið 2007 hélt hann til Ítalíu og lék með Napoli til ársins 2012. Þaðan var hann seldur til PSG.

Hans síðustu leikir á ferlinum voru fyrir Hebei China Fortune í Kína. Á ferli sínum lék Lavezzi 51 landsleik fyrir Argentínu og var hann í hópnum sem komst í úrslitaleikinn á HM árið 2014.

Alls skoraði Lavezzi 137 mörk í 420 deildarleikjum á ferlinum. Hann varð 34 ára gamall í maí síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner