Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. desember 2019 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pearson: Fleira jákvætt en neikvætt
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson stýrði Watford í fyrsta sinn í dag og átti liðið ágætis leik gegn toppliði Liverpool.

Pearson var ánægður með það sem hann sá frá sínum mönnum.

„Það er alltaf erfitt að koma á staði eins og þennan. Við vissum að við yrðum undir pressu. Það er svekkjandi að þeir skyldu skora upp úr föstu leikatriði okkar og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í," sagði Pearson.

„Við bjuggum til vandamál fyrir þá, en Liverpool er með ótrúlega leikmenn. Ég sá fleiri jákvæða hluti en neikvæða í dag."

Watford, sem er á botni deildarinnar og á sínum þriðja knattspyrnustjóra á tímabilinu, fékk nokkur tækifæri til að skora. „Að minnsta kosti fengum við færi," sagði Pearson.

„Við fengum mjög góð færi, en okkur skortir sjálfstraust til að klára þau."
Athugasemdir
banner
banner