Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. desember 2019 17:36
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pukki: Þurfum að fara vinna leiki
Teemu Pukki er farinn að skora aftur.
Teemu Pukki er farinn að skora aftur.
Mynd: Getty Images
Finnski landsliðsmaðurinn Teemu Pukki var á skotskónum þegar Norwich City gerði óvænt jafntefli við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-1 niðurstaðan.

Pukki skoraði gegn Arsenal 1. desember en fyrir það hafði hann ekki skorað í nokkrar vikur eftir frábæra byrjun. Hann er nú búinn að skora þrjú mörk í þeim fjórum deildarleikjum sem Norwich hefur spilað í desember.

„Ég er heilt yfir nokkuð ánægður með frammistöðuna, að mæta Leicester er erfitt og þeir hafa þar að auki verið að spila frábærlega."

„Ég fékk nokkur færi sem ég hefði getað nýtt betur, við lágum til baka í dag með liðið en ég held að með smá heppni hefðum við getað unnið."

„Ég er ánægður með að ég sé farinn að skora aftur, við höfum verið að ná í nokkur stig undanfarið en nú þurfum við að fara vinna leiki," sagði Pukki að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner