Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 14. desember 2019 21:56
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Morata og Saul sáu um Osasuna
Atletico Madrid tók á móti Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn lentu ekki í miklum vandræðum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur.

Alvaro Morata skoraði fyrsta mark leiksins á 67. mínútu og Saul bætti við öðru marki átta mínútum síðar. Ekki var meira skorað og 2-0 lokatölur á Wanda Metropolitano í Madríd.

Atletico Madrid er í 4. sæti með 29 stig, sex stigum á eftir toppliði Barcelona. Osasuna er í 10. sæti með 23 stig.

Athletic Bilbao fékk Eibar í heimsókn fyrr í kvöld, ekkert mark var skorað þar, markalaust jafntefli því niðurstaðan. Heimamenn eru í 7. sæti með 27 stig en gestirnir í Eibar í 16. sæti með 16 stig.

Atletico Madrid 2 - 0 Osasuna
1-0 Alvaro Morata ('67)
2-0 Saul ('75 )

Athletic Bilbao 0 - 0 Eibar
Athugasemdir
banner
banner