Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   mið 15. janúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Everton tilkynnir fjárhagstap - Usmanov fær að nefna leikvanginn
Mynd: Twitter
Knattspyrnufélagið Everton tilkynnti rúmlega 100 milljón punda tap fyrir síðustu leiktíð en félagið fær þó ekki sekt fyrir brot á fjárlögum enska boltans.

Everton eyddi miklum pening í kaup á Richarlison, Lucas Digne og Yerry Mina á síðustu leiktíð en rétt missti af Evrópudeildarsæti.

Innkoma félagsins var sú næsthæsta í sögunni og nam 188 milljónum punda, aðeins einni milljón minna heldur en innkoman frá tímabilinu 2017-18. Þá nam innkoman 189 milljónum þökk sé þátttöku í Evrópudeildinni.

Félagið getur þakkað auglýsingatekjum fyrir að hafa ekki tapað meiri pening á síðustu leiktíð. Auglýsingatekjur félagsins jukust um 32%, meðal annars þökk sé samstarfi við USM og SportPesa.

Everton er að skipuleggja byggingu á nýjum heimavelli og er USM, fyrirtæki í eigu Alisher Usmanov, búið að kaupa réttinn til að nefna nýja leikvanginn. USM borgar 30 milljónir punda fyrir þann rétt.

Farhad Moshiri, eigandi Everton, hefur dælt 350 milljónum punda af sínum eigin pening í félagið. Auk þess að kaupa mikið af nýjum leikmönnum er hann búinn að lækka skuldir félagsins niður úr 65,7 milljónum í 9,2 milljónir.

Everton átti skelfilega byrjun á tímabilinu en hefur tekist að rétta úr kútnum eftir að Carlo Ancelotti tók við í desember.

Everton er búið að sigra þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er um miðja deild, með 28 stig eftir 22 umferðir, jafnt Arsenal og Southampton að stigum.

Í öðrum fréttum tilkynnti Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála, að félagið væri að vinna í því að selja Oumar Niasse og Cuco Martina í janúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner