Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd hættir við ferð til Mið-Austurlandanna
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er búinn að staðfesta að Manchester United er hætt við að fara með leikmannahópinn til Mið-Austurlandanna í vetrarfríi ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar.

Ástæðan er af pólitískum toga en bandaríska karlalandsliðið hætti einnig við æfingaferð til Katar á dögunum í kjölfar sprengjuárásar Bandaríkjahers. Sú árás varð háttsettum mönnum bæði frá Írak og Íran að bana.

„Ég ætla að gefa þeim nokkra daga í frí en allir í leikmannahópnum munu halda sig í Evrópu," sagði Solskjær.

„Við erum hættir við ferðalagið okkar til Mið-Austurlandanna af öryggisástæðum. Þar ríkir ástand sem veldur mér meiri áhyggjum heldur en fótbolti mun nokkurn tímann gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner