Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Salah hetjan - Nígería upp úr riðlinum
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var hetja Egyptalands þegar liðið lagði Gínea-Bissá að velli í Afríkukeppninni í dag.

Mörkin hafa ekki verið mörg á mótinu og var aðeins eitt mark skorað í leiknum. Það gerði Salah þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Salah og félagar töpuðu fyrsta leik gegn Nígeríu og eru núna með þrjú stig eftir tvo leiki í öðru sæti. Gínea-Bissá er með eitt stig.

Nígería er á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Nígeríumenn unnu sannfærandi sigur gegn Súdan í dag. Samuel Chukwueze, leikmaður Villarreal, gerði fyrsta markið eftir þrjár mínútur og bætti Taiwo Awoniyi við öðru marki fyrir leikhlé. Á upphafssekúndum seinni hálfleiks skoraði Moses Simon þriðja mark Nígeríu.

Walieldin Khidir minnkaði muninn af vítapunktinum en lengra komst Súdan ekki og lokatölur 3-1. Nígería er með sex stig og er búið að tryggja sig áfram úr riðlinum. Súdan er með eitt stig.

Nigería 3 - 1 Súdan
1-0 Samuel Chukwueze ('3 )
2-0 Taiwo Awoniyi ('45 )
3-0 Moses Simon ('46 )
3-1 Walieldin Khidir ('70 , víti)

Gínea-Bissá 0 - 1 Egyptaland
0-1 Mohamed Salah ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner