Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. janúar 2022 15:14
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Stjarnan einu stigi frá úrslitaleiknum
Oliver Haurits skoraði fjórða og síðasta mark Stjörnunnar
Oliver Haurits skoraði fjórða og síðasta mark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4 - 2 ÍBV
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson ('13 )
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('34 )
3-0 Adolf Daði Birgisson ('45 )
3-1 Sigurður Grétar Benónýsson ('84 )
3-2 Felix Örn Friðriksson ('86, víti )
4-2 Oliver Haurits ('90 )

Stjörnumenn unnu annan leik sinn í A-deild Fótbolta.net mótsins er liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 4-2, á Samsung-vellinum í dag.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði annan leikinn í röð er hann kom Stjörnumönnum yfir á 13. mínútu. Hilmar Árni Halldórsson tvöfaldaði forystuna eftir hálftímaleik áður en Adolf Daði Birgisson gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks.

Eyjamenn voru nálægt endurkomu undir lokin. Sigurður Grétar Benónýsson minnkaði muninn og þá kom annað markið tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu en það var Felix Örn Friðriksson sem skoraði úr spyrnunni. Oliver Haurits gerði út um vonir ÍBV með marki undir lok leiks.

Sigur Stjörnunnar hafðist og annar sigur þeirra í .net mótinu. Liðið er á toppnum í riðli 2 með 6 stig og þarf aðeins eitt stig til að komast í úrslitaleikinn. ÍBV er án stiga eftir fyrsta leikinn.
Athugasemdir
banner
banner