Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 14:43
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hörður Ingi á leið til Sogndal
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH er að selja bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson til norska B-deildarfélagsins Sogndal en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í hádeginu.

Hörður er 23 ára gamall og spilaði 21 leik með FH í efstu deild í fyrra. Hann spilaði alls átján U21 landsleiki og hefur leikið einn A-landsleik, vináttuleik gegn Mexíkó í fyrra.

Útvarpsþættinum barst bréf frá Hafnarfirði um að FH hefði tekið tilboði frá Sogndal en liðið hafnaði í sjötta sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Emil Pálsson lék fyrir Sogndal á síðasta tímabili, á lánssamningi frá Sarpsborg.

FH hafnaði í sjötta sæti efstu deildar í fyrra.


Útvarpsþátturinn - Enska hringborðið og Pálmi Rafn
Athugasemdir
banner
banner