Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 15. janúar 2022 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Martinez gjafmildur við Fernandes
Manchester United er 1-0 yfir gegn Aston Villa þegar búið er að flauta til hálfleiks á Villa Park.

Það var Bruno Fernandes sem skoraði markið, en það var í raun bara gjöf frá markverðinum Emiliano Martinez. Allavega var þetta ekki fallegasta mark sem Fernandes hefur skorað á ferlinum.

Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.

Gríðarlega klaufalegt hjá Martinez og gæti þetta reynst dýrkeypt að lokum. Frammistaðan hjá Man Utd í þessum leik hefur verið fín, sérstaklega til að byrja með.

Þetta er sjötta markið sem Fernandes skorar á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir