Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 15. febrúar 2020 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær þreytti frumraun sína undir stjórn Barton - „Þeir höfðu mikil áhrif"
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir enska C-deildarliðið Fleetwood Town í 2-1 sigri á Peterborough í dag en Joey Barton, stjóri liðsins, hrósaði varamönnunum sérstaklega eftir leikinn.

Ísak er á láni hjá Fleetwood frá Norwich en hann hefur spilað fyrir U16, U17 og U19 ára landslið Íslands.

Hann er uppalinn í Aftureldingu en samdi við Norwich árið 2017 en hann hefur leikið með unglinga- og varaliði félagsins undanfarin ár áður en hann gerði lánssamning við Fleetwood undir lok gluggans.

Hann kom inná sem varamaður á 84. mínútu gegn Peterborough í dag og hjálpaði liðinu að landa sigri.

Barton var ánægður með framlag leikmanna.

„Frammistaðan var mögnuð og hvernig við spiluðum. Við vorum klókir á mikilvægum köflum og ég er hæstánægður með alla leikmennina. Ég sá varamennina koma inná og hafa mikil áhrif á leikinn," sagði Barton á heimasíðu Fleetwood.

Fleetwood er í 8. sæti með 51 stig og í baráttu um að komast í umspil um sæti í B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner