Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. febrúar 2020 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Juve með besta hóp sem ég hef séð
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp hefur miklar mætur á Juventus og telur Ítalíumeistarana vera vænlega til sigurs í Meistaradeildinni í ár.

Maurizio Sarri er við stjórnvölinn hjá Juve og ræður hann yfir mögnuðum leikmannahópi, sem Klopp virðist öfunda.

„Ég taldi Juventus sigurstranglegasta liðið á upphafi tímabils en ég horfi greinilega ekki nógu mikið á ítalska boltann því ég skil ekki hvernig þetta lið er ekki með tíu stiga forystu í titilbaráttunni," sagði Klopp, en Juve er í harðri toppbaráttu við Inter og Lazio þessa stundina.

„Þeir eru með stærsta og gæðamesta leikmannahóp sem ég hef nokkurn tímann séð á ævi minni, þetta er sturlun. Bayern München er líka með svakalegan hóp, PSG er ótrúlega öflugt lið þegar allir lykilmenn eru heilir og það er aldrei hægt að afskrifa Barcelona. Við megum heldur ekki gleyma Manchester City sem mun leggja allt púður í að vinna keppnina."

Liverpool mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner