Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. febrúar 2020 09:30
Hafliði Breiðfjörð
KSÍ fékk mikið fyrir Ed Sheeran en brottrekstur Jóhanns dýr
Það kostaði meira en gert hafði verið ráð fyrir að segja Jóhanni upp störfu.
Það kostaði meira en gert hafði verið ráð fyrir að segja Jóhanni upp störfu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.  Ed Sheeran kom þar fram tvisvar í sumar en Fram yfirgaf svæðið og kom ekki fram á vellinum.
Frá Laugardalsvelli. Ed Sheeran kom þar fram tvisvar í sumar en Fram yfirgaf svæðið og kom ekki fram á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ þurfti að greiða meira fyrir brottrekstur Jóhanns Kristinssonar vallarstjóra Laugardalsvallar en gert var ráð fyrir í upphafi.

Þetta kemur fram í greinargerð með ársreikningi KSÍ sem birt var í kvöld. Jóhanni var sagt upp hjá sambandinu á síðasta ári eftir áratuga starf. Ekki kemur fram nákvæmlega hversu dýr starfslokin reyndust sambandinu en þó sagt að þau voru dýrari en gert var ráð fyrir.

„Rekstrarkostnaður Laugardalsvallar er ríflega 12 milljónum hærri en áætlað var. Helstu ástæður þess eru að kostnaður vegna starfsloka varð meiri en áætlun gerði ráð fyrir, rekstur mannvirkja var um 8 milljónum hærri vegna aukins viðhalds vallarins og mannvirkja, ræsting og hreinsun vallar og umhverfis hans var yfir áætlun," segir í greinargerðinni.

„Þá var kostnaður við öryggisgæslu um 2 milljónum yfir áætlun vegna aukinna krafna og aðstæðna á Laugardalsvelli sem gera öryggisgæslu erfiða, svo og kölluðu sérstakar aðstæður á einstökum leikjum á aukinn viðbúnað. "

Ed Sheeran skilaði miklu
Þegar gluggað er í greinargerðina sem fylgir rekstraráætlun ársins 2020 kemur í ljós að búist er við verulegri minnkun tekna af vellinum á komandi ári.

Gert er ráð fyrir að tekjur lækki um 48 milljónir króna fá síðasta ári. Á síðasta ári fékk sambandið verulegar tekjur af tvennum tónleikum Ed Sheeran á Laugardalsvelli auk þess sem Fossvogsskóli leigði skrifstofuhúsnæði af sambandinu fyrir skólahald eftir að rakaskemmdir komu upp í skólanum.

„Gert er ráð fyrir öðrum tekjum að fjárhæð 55 mkr. árið 2020 samanborið við 103 mkr. árið 2019.Skýringin á þessari sveiflu er að ekki er gert ráð fyrir tónleikahaldi og leigu húsnæðis til skólahalds árið 2020. Eftir standa tekjur af námskeiðum og mótum og réttindagreiðslur fyrir tölvuleiki," segir í greinargerðinni.

11 milljónum minni tekjur því Fram fór í Safamýri
Fram hefur undanfarin ár spilað leiki sína í 1. deildinni á Laugardalsvelli en í sumar breyttist það þegar liðið færði sig um set á heimavöll sinn í Safamýrinni.

Þetta varð til þess að tekjur KSÍ af vellinum lækkuðu um 11 milljónir króna að því er kemur fram í greinargerð ársreiknings sambandsins.

„Laugardalsvallar eru um 15 milljónum undir áætlun og munar þar mest um 11 milljónir vegna leikja Fram, en Framarar tóku þá ákvörðun um vorið að spila ekki á vellinum," stóð í greinargerðinni.
Athugasemdir
banner