Sigurður Ragnar Eyjólfsson fótboltaþjálfari er gestur útvarpsþáttarins Fótbolta.net í dag en hann mun þar ræða fyrirlestur sinn um áhyggjur af þróun ungra leikmanna.
Fótbolti.net er á X977 alla laugardaga milli 12 og 14.
Fótbolti.net er á X977 alla laugardaga milli 12 og 14.
Í þættinum verður farið vel yfir sögulegan sigur Víkinga á Panathinaikos í Sambandsdeildinni í vikunni.
Þá verður farið yfir fréttir vikunnar þar sem margt er að ræða að þessu sinni eins og stöðugan áhuga Víkings og Breiðabliks á Gylfa Sigurðssyni og fleira.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir