Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. mars 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjúkraþjálfari Barcelona kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi
Mynd: Raggi Óla
Sjúkraþjálfarinn Jaume J. LL. hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi á vinnustað þegar hann starfaði hjá Barcelona.

Jaume er þekktur hjá aðalliði Barcelona og hefur starfað með meistaraflokki félagsins í sjö ár, en þar áður hafði hann starfað með yngri flokkunum í rúmlega tvo áratugi.

Jaume var að gefa kvenkyns starfsmanni Barcelona hálsnudd þegar hendurnar hans byrjuðu að fara á viðkvæma staði og snerta kynfæri.

Atvikið átti sér stað í desember 2016 en réttarhöldin áttu að hefjast í næstu viku. Þeim hefur þó verið frestað vegna kórónaveirunnar.

Jaume var rekinn úr starfi um leið og ásakanirnar voru gerðar opinberar og taldi félagið sig hafa næg sönnunargögn til að vísa honum úr starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner