Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. mars 2023 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Steinn þjálfar Þrótt Vogum með Binna Gests (Staðfest)
Andri Steinn Birgisson.
Andri Steinn Birgisson.
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum hefur samið við Andra Stein Birgisson um að koma inn í þjálfarateymi liðsins. Andri verður annar af tveimur aðalþjálfurum liðsins, fyrir er Brynjar Þór Gestsson sem stýrði liðinu síðustu sextán leikina í fyrra. Hreinn Ingi Örnólfsson er svo spilandi aðstoðarþjálfari.

Andri Steinn þekkir hvern krók og kima í Vogunum því þar fékk hann sitt fyrsta tækifæri sem aðalþjálfari, stýrði liðinu tímabilið 2015 og hluta af tímabilinu 2016. Í kjölfarið þjálfaði hann Hvíta riddarann, var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og var með Davíð Smára Lamude í þjálfarateymi hjá Kórdrengjum.

Á sínum ferli lék hann fjölda leikja í efstu deild, lék með Fram, Grindavík, Keflavík, Leikni, Haukum og Fjölni á sínum ferli, leikirnir í efstu deild urðu alls 91 og mörkin sjö. Þá lék hann á sínum tíma tvo U19 landsleiki.

„Ég þekki auðvitað vel til hjá Þrótti og þetta var auðveld ákvörðun að taka þegar Binni hafði samband. Þarna hóf ég minn þjálfaraferil á sínum tíma og leið ákaflega vel. Við stefnum á toppbaráttu, mikilvægasta vinnan verður að byggja upp gott lið fær að vaxa og dafna saman til næstu ára. Þróttur Vogum skiptir miklu máli fyrir samfélagið í Vogum og við þurfum að fá bæjarbúa með okkur í verkefnið. Við ætlum okkur að standa okkur fyrir Voga,“ sagði Andri Steinn um nýja starfið.

„Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir félagið. Hann þekkir vel til hjá okkur og hefur verið í góðu sambandi alla tíð frá því hann þjálfaði liðið. Andri hefur verið stór partur í árangri Kórdrengja síðustu ár," sagði Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar.

Þróttur Vogum verður í 2. deild í sumar, liðið er talsvert breytt frá því í fyrra þegar liðið lék í Lengjudeildinni. Sóttir hafa verið íslenskir leikmenn með reynslu úr deildunum fyrir ofan og voru samningar við erlenda leikmenn félagsins slitið. Liðið ætlar að styrkja sig enn frekar fyrir mót.
Athugasemdir
banner
banner
banner