Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   mið 15. mars 2023 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn: Enginn Birkir - Sævar Atli fær kallið
Icelandair
watermark Sverrir Ingi Ingason sneri aftur í landsliðið í nóvember á síðasta ári.
Sverrir Ingi Ingason sneri aftur í landsliðið í nóvember á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Landsleikjahæsti leikmaður í sögunni er ekki í hópnum.
Landsleikjahæsti leikmaður í sögunni er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sævar Atli lék sína fyrstu landsleiki í janúar, hann hefur spilað vel með Lyngby að undanförnu.
Sævar Atli lék sína fyrstu landsleiki í janúar, hann hefur spilað vel með Lyngby að undanförnu.
Mynd: KSÍ
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag 24 manna leikmannahóp fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024. Fyrst mætir liðið Bosníu-Hersegóvínu í Senica þann 23. mars og svo mætir liðið Liechtenstein þremur dögum síðar í Vaduz.

Það vekur athygli að enginn Birkir Bjarnason er í hópnum. Sverrir Ingi Ingason gæti spilað sinn fyrsta keppnisleik í tvö ár og þá er Sævar Atli Magnússon í fyrsta sinn í A-landsliðinu í alþjóðlegum landsleikjaglugga.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum eins og greint var frá í gær og þá er Valgeir Lunddal Friðriksson, sem varð sænskur meistari með Häcken á síðasta tímabili, ekki í hópnum. Þar gæti spilað inn í að Valgeir fékk rautt spjald í umspilssleiknum með U21 landsliðinu gegn Tékklandi síðasta haust og tekur út leikbann í fyrri leiknum í þessu verkefni.

Landsliðsþjálfarinn tilkynnti þá að fimm leikmenn væru til vara. Sveinn Aron Guðjohnsen, sem hefur verið fastamaður í hópnum að undanförnu, er þar á meðal.

Hópurinn
Markverðir:
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir

Varnarmenn:
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - FC Twente - 14 leikir

Miðjumenn og kantmenn:
Aron Elís Þrándarson - OB Odense - 17 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Copenhagen - 17 leikir, 3 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen - 7 leikir
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 10 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley FC - 82 leikir, 8 mörk

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 63 leikir, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK - 2 leikir

Leikmenn til vara:
Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark
Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir
Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir
Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur
Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfsborg - 19 leikir, 2 mörk

Fjórir inn og þrír út frá síðasta alþjóðlega landsleikjaglugga:
Síðasta verkefni þar sem mátti velja alla leikmenn í hópinn var í nóvember þegar Ísland vann Eystrasaltsbikarinn.

Inn:
Alfreð Finnbogason
Arnór Ingvi Traustason
Guðlaugur Victor Pálsson
Sævar Atli Magnússon

Út:
Birkir Bjarnason
Sveinn Aron Guðjohnsen
Valgeir Lunddal Friðriksson
Athugasemdir
banner
banner
banner