Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. mars 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Samfélagið trúir og lifir í voninni
Það væri nú eitthvað ef Liverpool myndi koma til baka úr þessu!
Það væri nú eitthvað ef Liverpool myndi koma til baka úr þessu!
Mynd: Getty Images
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, og Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, spá í leikina.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, og Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, spá í leikina.
Mynd: Úr einkasafni
Khvicha Kvaratskhelia er einn hæfileikaríkur fótboltamaður.
Khvicha Kvaratskhelia er einn hæfileikaríkur fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Stóra spurningin fyrir kvöldið í Meistaradeildinni er hvort að Liverpool eigi einhvern möguleika á því að koma til baka úr 2-5 stöðu gegn Evrópumeisturum Real Madrid.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé eitt prósent möguleiki en hvað segja spámennirnir okkar? Komumst að því!

Halldór Árnason

Real Madrid 3 - 1 Liverpool (8 - 3)
Mjög erfiður leikur að spá í fyrir margar sakir. Þrátt fyrir 5-2 sigur Real í fyrri leiknum byrjuðu Liverpool miklu betur og mega vera ósáttir við að hafa ekki náð meiri forystu í fyrri hálfleik.

Leikmenn Real sýndu þá mikla ró og yfirvegun þrátt fyrir að vera í veseni, eins og í raun alla útsláttarkeppnina í fyrra. Einstaklingsgæðin refsuðu svo Liverpool fyrir öll mistök og svo fór sem fór. Stöðugleiki Liverpool er engin, hvorki í frammistöðu né væntingum stuðningsmanna og verkefni kvöldsins er sennilega, og því miður, of stórt.

Napoli 2 - 0 Frankfurt (4 - 0)
Gott gengi Napoli heldur áfram og eiga þeir Ítalíumeistaratitilinn vísan. Hafa verið frábærir bæði heima og í Evrópu og eru líklegir til að fara mjög langt í keppninni. Napoli fara í leikinn með gott tveggja marka forskot sem þýðir að Frankfurtarmenn þurfa að koma framarlega og taka áhættur á einverjum tímapunkti.

Heimamenn hleypa þessu aldrei upp í leik og klára að lokum aftur 2-0, mörk frá Osimhen og Kvaratskhelia.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Napoli 3 - 0 Frankfurt (5 - 0)
Napoli miklu sterkari í fyrri leiknum. Eru á frábærum stað með liðið og ég er nokkuð viss um að þeir vilji hamra járnið meðan það er heitt og keyra yfir Þjóðverjana.

Real Madrid 0 - 3 Liverpool (5 - 5)
Heldur betur upp og niður hjá Liverpool þessa dagana. Maður sér glitta í “gamla góða” Liverpool inn á milli. Þeir ná því upp í kvöld og leikurinn fer í framlengingu. Endar 3-0 í venjulegum leiktíma en Benzema lokar þessu í framlengunni því miður.

Fótbolti.net spáir - Sverrir Örn Einarsson

Real Madrid 1 - 3 Liverpool (6 - 5)
Samfélagið trúir og lifir í voninni um kraftaverk í Madrid. Trúin eflist eftir því sem líður á leikinn og finnst mér líklegt að lærisveinar Klopp verði komnir í 3-0 um miðjan seinni hálfleik. Madridingar eru þó sérfræðingar í þessari keppni og lauma rýting í hjarta Poolara vítt og breitt um hnöttinn með marki undir lok leiks og tryggja sig þar með áfram.

Napoli 3 - 0 Frankfurt (5 - 0)
Það er sigling á Napolimönnum sem eru ekkert mikið fyrir að tapa á heimavelli, töpuðu reyndar þar fyrir Lazio í deildinni á dögunum og það fyllti kvótann. Öruggur 3-0 heimasigur og ekkert meira um það að segja.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 13
Halldór Árnason - 12
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner