Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 15. mars 2023 08:05
Brynjar Ingi Erluson
Eiga 1% möguleika og ætla að reyna að nýta hann
Liverpool án Bajcetic og Henderson
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Jordan Henderson verður ekki með.
Jordan Henderson verður ekki með.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mætir Real Madrid á Santiago Bernabeu í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en það verður án Jordan Henderson og Stefan Bajcetic.

Það eru mikil meiðslavandræði á miðju liðsins. Henderson, sem er fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna veikinda, en hann ferðaðist ekki með liðinu til Spánar. Þá verður spænski táningurinn Bajcetic ekki með vegna meiðsla en ekki er ljóst hvað hann verður lengi frá.

„Þetta eru álagsmeiðsli, sem er rosalega slæmt. Hann finnur ekki mikið fyrir þessu, en hann er alla vega frá í einhvern tíma. Við þurfum að leyfa honum að hjaðna og sjá hvenær hann verður klár,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.

Fabinho, Bajcetic og Harvey Elliott byrjuðu á miðjunni í síðasta leik en James Milner er sá eini kemur til greina. Arthur Melo var´i hópnum á móti Bournemouth um helgina, en hann er ekki í Meistaradeildarhópnum.

Naby Keita er þá frá vegna meiðsla og Alex Oxlade-Chamberlain hefur ekki komið við sögu síðan í byrjun febrúar. Hann var á bekknum gegn Real Madrid í fyrri leiknum en kom ekki við sögu.

Real Madrid vann 5-2 útisigur á Anfield og Liverpool nánast í ómögulegri stöðu.

„Þó það sé bara 1% möguleiki þá ætlum við að reyna að nýta hann. Við erum að fara að mæta gríðarlega sterkum andstæðingi og munum reyna að vinna leikinn. Þetta verður rosalega erfitt og líkurnar eru litlar en það er ekkert útilokað. Sjáum hvað gerist," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner