Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   mið 15. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Kemur enn til greina að Berhalter haldi áfram með Bandaríkin
Gregg Berhalter
Gregg Berhalter
Mynd: EPA
Gregg Berhalter gæti haldið áfram að þjálfa bandaríska karlalandsliðið en hann lét af störfum í janúar eftir að samningur hans við bandaríska fótboltasambandið rann sitt skeið.

Eftir að Bandaríkin féllu úr leik á HM í Katar kom mál inn á borð bandaríska fótboltasambandsins.

Móðir landsliðsmannsins, Giovanni Reyna, hafði þá sent sambandinu myndband af Berhalter ýta og sparka í eiginkonu sína í fríi árið 1992, en móðir Reyna og faðir hans, Claudio, þekktu vel til Berhalter og eiginkonu hans.

Ástæðan fyrir að hún lét sambandið fá myndbandið er meðferð Berhalter á syni hennar en Gio fékk lítið að spreyta sig á HM í Katar og varð mikil dramatík og neikvæð umræða í kringum hann á mótinu.

Myndbandið leiddi til rannsóknar bandaríska sambandsins en henni lauk á dögunum. Berhalter hefur tekið fulla ábyrgð á hegðun sinni og unnið í sínum málum síðan þetta átti sér stað fyrir 31 ári síðan, en hann hefur nú fengið leyfi til að fara aftur á vinnumarkaðinn.

Samkvæmt Athletic er möguleiki á því að Berhalter taki við bandaríska landsliðinu. Hann er einn af þeim kostum sem sambandið er að skoða þrátt fyrir að hann hafi nýlega látið af störfum.
Athugasemdir
banner
banner
banner