Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 15. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pep Guardiola veit meira en „gaurarnir á Twitter“
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Erling Haaland og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
„Hans vandamál er að ef hann skorar ekki tvö eða þrjú mörk í leik þá er hann gagnrýndur," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City, um hinn ótrúlega Erling Haaland.

Haaland skoraði fimm mörk þegar City slátraði RB Leipzig 7-0 í gær og flaug áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Guardiola var í banastuði í viðtölum eftir leikinn og talaði meðal annars um Juliu Roberts, leikkonuna heimsfrægu.

Þá skaut hann á hina svokölluðu sófasérfræðinga sem hafa margir hverjir gagnrýnt liðsval hans og leikuppstillingu.

„Ef ég vinn þá hef ég rétt fyrir mér, ef ég tapa þá hef ég rangt fyrir mér. En ég er með ýmsar upplýsingar sem þið fjölmiðlamenn hafið ekki einu sinni. Ég hef meiri upplýsingar en gaurarnir á Twitter. Í dag hafði ég rétt fyrir mér," segir Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner