Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
banner
   fös 15. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiðar Austmann spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum
Heiðar Austmann.
Heiðar Austmann.
Mynd: Úr einkasafni
Heiðar spáir því að Liverpool fari með sigur af hólmi gegn United.
Heiðar spáir því að Liverpool fari með sigur af hólmi gegn United.
Mynd: Getty Images
Enginn McGinn, ekkert partý.
Enginn McGinn, ekkert partý.
Mynd: EPA
Nær Luton í sigur?
Nær Luton í sigur?
Mynd: Getty Images
Chelsea fær Leicester í heimsókn.
Chelsea fær Leicester í heimsókn.
Mynd: EPA
Það er bland í poka helgi framundan á Englandi þar sem það er bæði spilað í ensku úrvalsdeildinni og í enska bikarnum. Það eru átta-liða úrslitin framundan í ensku bikarnum og svo sannarlega áhugaverðir leikir þar.

Handboltastjarnan Benedikt Gunnar Óskarsson reið ekki feitum hesti þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en hann var einungis með einn réttan.

Útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum. Hann spáir í ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og svo tvo leikir úr Championship-deildinni.

Enska úrvalsdeildin
Burnley 1 - 2 Brentford (15:00 á laugardag)
Bæði liðin hrútléleg um þessar mundir en Burnley sérstaklega dauðadæmdir. Ekki einu sinni Jói Berg getur bjargað málunum.

Luton 2 - 1 Nottingham Forest (15:00 á laugardag)
Spái því að Luton setji spennu í botnbaráttuna og vinni Forest og jafni þá að stigum.

Fulham 2 - 2 Tottenham (17:30 á laugardag)
Lundúnarslagur. Fulham hafa oft gefið stærri liðum góða leiki. Spái grjóhörðu jafntefli.

West Ham 1 - 0 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Enginn McGinn, ekkert partý. West Ham þurfa sigur til að eiga séns á Evrópu á næsta tímabili.

Enski bikarinn
Wolves 3 - 1 Coventry (12:15 á laugardag)
Easy sigur fyrir Úlfana. Coventry miðlungslið í Championship deildinni.

Man City 2 - 0 Newcastle (17:30 á laugardag)
City verða of stór biti fyrir Newcastle. Klára þá nokkuð þægilega.

Chelsea 1 - 0 Leicester (12:45 á sunnudag)
Heimavöllurinn verður sterkur í þessum leik. Chelsea merkja sigurinn.

Man Utd 1 - 3 Liverpool (15:30 á sunnudag)
Liverpool vinna þennan leik nokkuð þægilega. Er pottþétt að jinxa þetta samt. Jafnvægið hjá LFC er betra og meðbyrinn meiri.

Championship-deildin
Swansea 2 - 2 Cardiff (12:30 á laugardag)
Jafntefli í Wales. Flottur leikur.

Middlesbrough 2 - 0 Blackburn (15:00 á laugardag)
Middlesbrough er á siglingu. Með 3 sigra í röð.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner