Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 15:03
Elvar Geir Magnússon
Vallargestir mega loksins sjá uppbótartímann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er ekki lengur skylda að stöðva leikklukkur á völlum landsins eftir 90 mínútur.

Sú óskiljanlega regla hefur verið við lýði að stöðva eigi klukkurnar eftir hefðbundinn leiktíma, aðeins þeir áhorfendur sem horfi á leikinn í sjónvarpinu megi sjá uppbótartímann líða en ekki þeir sem mæta á völlinn.

Handbók leikja 2024 er komin út en þar er fjallað um ýmsa þætti sem snúa að umgjörð og framkvæmd leikja. Þar stendur:

„Félögum í Bestu deildum og Lengjudeildum ber að hafa markatöflu og klukku á leikvelli sínum og starfsmann til að sinna henni. Það er á valdi heimaliðs að ákveða hvort leikklukka sýni allan uppbótartíma eða hvort hún sé stöðvuð þannig að hún sýni 45 mín í lok fyrri hálfleiks og 90 mín í lok leiks. Sama gildir þegar leikir eru framlengdir, þ.e. hvort vallarklukka sýni 15 mín í lok fyrri hálfleiks framlengingar og 30 mín í lok framlengingar eða sýni allan uppbótartíma."




Athugasemdir
banner
banner
banner