Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 15. apríl 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alveg ljóst að níu ára dvöl Martial hjá Man Utd sé að enda
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir það alveg ljóst að Anthony Martial muni yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar. Hann fær ekki nýjan samning.

Martial mun hafa úr einhverjum möguleikum að velja í sumar þegar samningur hans við Man Utd rennur út. Samkvæmt Romano þá ætlar hann að skoða þessa möguleika vel en akkúrat núna er hann að vinna í því að koma til baka úr meiðslum.

Martial hefur aðeins skorað tvö mörk í 19 leikjum á tímabilinu en í heildina hefur hann spilað rúmlega 600 mínútur.

Hann hefur verið að ganga í gegnum erfið meiðsli en það er óvíst hvort að hann komi meira við sögu áður en tímabilið klárast.

Man Utd keypti Martial frá Mónakó árið 2015. Verðmiðinn var 36 milljónir punda en hefur hækkað vegna árangurstengdra greiðslna og er sú tala núna komin upp í 57 milljónir punda.

Á níu árum hjá United hefur hann aðeins skorað 90 mörk í 317 leikjum. Hann hefur ekki staðist væntingarnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner