Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 15. apríl 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddi við Garnacho eftir að hann setti 'like' við tvær færslur
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alejandro Garnacho var skipt af velli í hálfleik þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Argentínumaðurinn ungi var greinilega ekki par sáttur við það en eftir leik setti hann 'like' við færslur á X (áður Twitter) þar sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var gagnrýndur fyrir skiptinguna. Garnacho var fljótur að draga 'like-in' til baka svo.

Fram kemur á staðarmiðlinum Manchester Evening News að Ten Hag væri búinn að ræða við Garnacho vegna málsins.

Talsmaður Man Utd vildi ekki opinbera hvort leikmanninum yrði refsað fyrir hegðun sína.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikmaður Man Utd lendir í vandræðum vegna notkunar á samfélagsmiðlum, en fyrr á tímabilinu var Jadon Sancho settur í frystinn eftir að hann sakaði Ten Hag um lygar með færslu á X.

Man Utd er sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner