Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 15. maí 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta söng í beinni fyrir MLS
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
MLS deildin var með beina útsendingu á Facebook í gær þar sem nokkrir leikmenn í deildinni deildu hæfileikum sínum fyrir utan fótboltavöllinn.

Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City, var með gítarinn í þættinum og hann tók lagið þar.

Gummi var síðan í viðtali þar sem hann ræddi fótboltann, tónlistina og lífið undanfarnar vikur.

MLS deildin ætti að vera byrjuð en tímabilinu hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar. Óvíst er hvenær boltinn fer að rúlla í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má horfa á þáttinn.

Viðtalið við Guðmund hefst á 26. mínútu.


Athugasemdir