Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. maí 2023 17:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrafnkell Freyr spáir í 4. umferð Bestu kvenna
Hrafnkell Freyr.
Hrafnkell Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar af harðfylgi eftir klafs í teignum
Skorar af harðfylgi eftir klafs í teignum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórða umferð Bestu deildarinnar hefst með tveimur leikjum klukkan 18:00 í kvöld og lýkur með þremur leikjum klukkan 19:15 annað kvöld.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, spáði í leiki síðustu umferðar var einungis með einn leik réttan, en úrslitin í þeim leik þó hárrétt því Þróttur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af sérfræðingum í Dr. Football hlaðvarpinu, spáir í leiki umferðarinnar.

Þór/KA 1 - 2 Breiðablik (í dag 18:00)
Blikar eru komnar í gang og þær eru alltaf að fara að klára þennan leik, vissulega erfitt að fara norður og sækja 3 punkta en þær vinna þetta 2-1. Taylor Marie Ziemer setur hann af 35 metrunum í vinkilinn og Áslaug Munda sólar 4 og setur hann þægilega í hornið. Sandra María Jessen setur hann fyrir Þór.

ÍBV 0 - 1 Þróttur (í dag 18:00)
Ég hef mikla trú á félaga mínum Nik Chamberlain og hann er búin að hafa eitthverja 5 daga til að drilla sínar konur fyrir þennan leik sem er of mikið fyrir Eyjakonur, Nik elskar að drilla. 1-0 Þróttur með marki frá Katherine Amanda Cousins úr aukaspyrnu.

Stjarnan 2 - 3 Valur (á morgun 19:15)
Stjörnukonur hafa verið hypeaðar upp fyrir mót og eðlilega, þær voru góðar í fyrra og áttu gott undirbúningstímabil. En Valskonur elska stórleiki, þær lifa fyrir þá. Þetta verður markaleikur og Valur vinnur 3-2. Bryndís Arna setur þrennu, Jasmín og Aníta Ýr skipta þessu milli sín hjá Stjörnunni.

Selfoss 3 - 0 Tindastóll (á morgun 19:15)
Það hefur ekkert gengið neitt svakalega vel hjá Selfossi í byrjun móts en þær eru með hörkulið og vinna þennan þægilega, 3-0. Emelía Óskarsdóttir setur 2 og Katla Maria eitt eftir fast leikatriði.

FH 0 - 1 Keflavík (á morgun 19:15)
Stærsti leikur umferðinnar, baráttan um Reykjanesbrautina. Keflavík skellir í lás og vinnur, 1-0. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir skorar af harðfylgi eftir klafs í teignum.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Heimavöllurinn: 5 spor, olnbogar og Ziemer screamer
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner