Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Leiknismenn á toppnum - Fyrsta stig Tindastóls
Úr leik Leiknis og Aftureldingu í fyrra. Leiknismenn eru á toppnum.
Úr leik Leiknis og Aftureldingu í fyrra. Leiknismenn eru á toppnum.
Mynd: Raggi Óla
Konráð Freyr skoraði fyrir Tindastól.
Konráð Freyr skoraði fyrir Tindastól.
Mynd: Hanna Sím
Josh Signey skoraði sigurmark Vestra.
Josh Signey skoraði sigurmark Vestra.
Mynd: Vestri
Leiknir F. hafði betur gegn Selfossi í 2. deild karla í dag og er komið á topp deildarinnar.

Staðan var 1-0 fyrir Leikni í hálfleik eftir mark snemma leiks. Markið skoraði Sæþór Ívan Viðarsson. Kenan Turudija jafnaði fyrir Selfoss á 67. mínútu, en staðan var ekki jöfn lengi því Unnar Ari Hansson kom Leiknismönnum aftur yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.

Það reyndist sigurmark leiksins og eru Leiknismenn komnir með 15 stig á toppi deildarinnar. Selfoss er í öðru sæti með 13 stig. Leiknir er á góðu skriði og hefur unnið fjóra leiki í röð.

Það virðast allir geta unnið alla í þessari deild. Víðir hefði farið á toppinn með sigri gegn Vestra, en Vestra tókst að vinna þar. Josh Signey, sem spilaði með akademíu Manchester United, til 19 ára aldur skoraði sigurmark Vestra.

Vestri fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig. Víðir er með 13 stig í þriðja sæti.

Í fjórða sæti er Völsungur með 13 stig, eins og Víðir. Völsungur byrjaði ekki vel gegn KFG og lenti 2-0 undir. Húsvíkingarnir sýndu hins vegar karakter og komu til baka og unnu 3-2. Frábær endurkoma hjá Völsungi.

KFG er í áttunda sæti með níu stig, rétt eins og Þróttur V. og Fjarðabyggð. Fjarðabyggð tapaði sínum öðrum leik í röð gegn ÍR. ÍR-ingar koma sér þremur stigum frá fallsæti með þessum sigri.

Þá náði Tindastóll í sitt fyrsta stig í sumar er liðið gerði jafntefli gegn Þrótti Vogum. Tindastóll var 2-1 yfir þangað til Ingvar Ásbjörg Ingvarsson jafnaði fyrir Þrótt á 87. mínútu. Pape Mamadou Faye fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara dagsins. Sjöunda umferðin klárast á morgun með leik Kára og Dalvíkur/Reynis.

Víðir 0 - 1 Vestri
0-1 Joshua Ryan Signey ('29)

Tindastóll 2 - 2 Þróttur V.
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('13)
1-1 Andy Pew ('38)
2-1 Konráð Freyr Sigurðsson ('44, víti)
2-2 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('87)
Rautt spjald: Pape Mamadou Faye, Þróttur V. ('87)

KFG 2 - 3 Völsungur
1-0 Kristófer Konráðsson ('5)
2-0 Magnús Björgvinsson ('6)
2-1 Kaelon Fox ('29)
2-2 Elvar Baldvinsson ('58)
2-3 Ásgeir Kristjánsson ('66)

Leiknir F. 2 - 1 Selfoss
1-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('8)
1-1 Kenan Turudija ('67)
2-1 Unnar Ari Hansson ('75)
Lestu nánar um leikinn

ÍR 2 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Ívan Óli Santos ('22)
2-0 Halldór Arnarsson ('51)
Athugasemdir
banner
banner
banner