Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 15. júní 2022 12:34
Elvar Geir Magnússon
4. deild: Porca fékk rautt í dramatískum jafnteflisleik
Salih Heimir Porca, þjálfari KÁ, fékk rautt spjald.
Salih Heimir Porca, þjálfari KÁ, fékk rautt spjald.
Mynd: Guðmundur Karl
Árbær rúllaði yfir Kríu.
Árbær rúllaði yfir Kríu.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
KÁ 3 - 3 KFK
1-0 Sindri Hrafn Jónsson ('22)
2-0 Brynjar Bjarkason ('29)
RAUTT: Salih Heimir Porca, þjálfari KÁ ('63)
2-1 Oliver Helgi Gíslason ('65)
2-2 Emil Smári Guðjónsson ('71)
RAUTT: Jamal Michael Jack, KFK ('82)
3-2 Ólafur Sveinmar Guðmundsson (víti '83)
3-3 Sjálfsmark, Carlos Magnús Rabelo ('90+)

KFK, Knattspyrnufélag Kópavogs, hefði farið upp í efsta sæti B-riðils 4. deildar í gær ef liðið hefði unnið KÁ á Ásvöllum. Leikurinn endaði hinsvegar með 3-3 jafntefli þar sem KFK jafnaði með sjálfsmarki í blálokin þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu.

Það var bæði hiti og dramatík á Ásvöllum en KÁ var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Salih Heimir Porca, þjálfari KÁ, fékk gult spjald á 63. mínútu og svo beint rautt í kjölfarið.

KFK jafnaði með tveimur mörkum með skömmu millibili en KÁ náði forystunni úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Jamal Michael Jack, leikmaður KFK, fékk rautt spjald þegar vítið var dæmt.

En þrátt fyrir liðsmuninn náði KÁ ekki að halda þetta út.

Eftir fimm umferðir eru Tindastóll og KFK jöfn að stigum á toppi B-riðils með ellefu stig, tveimur stigum meira en RB. KÁ er með sjö stig og er í sjötta sæti af átta liðum.

Árbær 8 - 1 Kría
Mörk Árbæjar: Róbert Daði Sigurþórsson 3, Alexander Elvar Friðriksson 2, Vilhjálmur Jónsson, Arnór Gauti Brynjólfsson og Finnbogi Sær Linduson.
Mark Kríu: Vilhelm Bjarki Viðarsson (víti)

Í A-riðli skoraði Róbert Daði Sigurþórsson þrennu þegar Árbær vann 8-1 sigur gegn Kríu. Þrjú lið eru jöfn að stigum á toppi riðilsins; Hvíti Riddarinn, Árbær og Skallagrímur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner