mið 15. júlí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Fimm skiptingar leyfilegar áfram á næsta tímabili
Skipting!
Skipting!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reglugerðarnefnd hefur samþykkt að fimm skiptingar verði áfram leyfilegar á næsta tímabili, 2020/2021.

Hins vegar er það í valdi knattspyrnsambanda hvers lands að ákveða hvort þau nýti sér þetta ákvæði eða ekki.

Fimm skiptingar hafa verið leyfilegar að undanförnu eftir hlé sem var í fótboltanum vegna kórónaveirunnar.

Leikjaálag hefur verið mikið í ýmsum deildum að undanförnu og ljóst er að það verður það áfram næsta vetur auk þess sem leikmenn fá stutt sumarfrí.

Ekki hafa borist fregnir af því hvort stærstu deildir Evrópu muni nýta sér þetta ákvæði og hvort UEFA geri það í Evrópukeppnum landsliða og félagsliða.

Athugasemdir
banner
banner
banner