mið 15. júlí 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Matondo fær viðvörun frá Schalke - Æfði í Dortmund treyju
Rabbi Matondo í leik með Schalke gegn Bayern
Rabbi Matondo í leik með Schalke gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Rabbi Matondo hefur fengið skriflega viðvörun frá Schalke eftir að hann sást klæðast Borussia Dortmund treyju á Instagram.

Tímabilið í Þýskalandi kláraðist á dögunum og er Matondo þvi mættur aftur til Bretlandseyja.

Hann mætti í ræktina í Cardiff á dögunum en hann klæddist þar treyju Borussia Dortmund sem hann fékk að gjöf frá Jadon Sancho.

Þeir spiluðu saman í unglingaliði Manchester City og eru því góðir vinir en þetta féll þó ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Schalke og hefur hann nú fengið skriflega viðvörun frá félaginu.

Mikill rígur er á milli Dortmund og Schalke, rígur sem hefur staðið yfir í 95 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner