Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Emil hafði betur í Íslendingaslag - Alfons og félagar óstöðvandi
Alfons lék allan leikinn með toppliðinu.
Alfons lék allan leikinn með toppliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson lék með FH áður en hann hélt til Noregs.
Emil Pálsson lék með FH áður en hann hélt til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru í dag fram í norsku Eliteserien hjá félögum sem Íslendingar eru á mála hjá þegar 8. umferðin var leikin. Bodo/Glimt, liðið sem Alfons Sampsted leikur með tók á móti Kristiansund.

Alfons var á sínum stað í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í 2-1 endurkomusigri heimamanna. Gestirnir leiddu í hálfleik en Bodo/Glimt hélt sigurhrinu sinni áfram með því að skora tvö í seinni hálfleik. Bodo er í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga, átta sigrar í átta leikjum.

Í Sandefjord fór fram Íslendingaslagur þar sem lið heimamanna tók á móti Álasund. Emil Pálsson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Viðar Ari Jónsson var ónotaður varamaður. Hjá Álasund voru þeir Davíð Kristján Ólafsson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson allir í byrjunarliðinu. Emil lék í 53 mínútur í liði heimamanna þegar þeir unnu 1-0 sigur á gestunum. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik. Daníel Leó lék fyrstu 65 mínúturnar og þeir Davíð og Hólmbert léku allan leikinn.

Ari Leifsson var allan tímann á bekknum þegar Stromsgodset í Íslendingaslag þegar Mjondalen kom í heimsókn. Stromsgodset sigraði leikinn með einu marki gegn engu. Á mála hjá Mjondalen er Dagur Dan Þórhallsson og kom hann inn á sem varamaður á 79. mínútu.

Þá lék Matthías Vilhjálmsson allan leikinn í liði Vålerenga þegar liðið tók á móti Haugesund og sigruðu heimamenn, 1-0. Í fimmta leiknum lék svo Axel Óskar Andrésson allan leikinn með liði sínu Viking í 5-0 tapi gegn Molde.

Bodo er í toppsætinu með 24 stig, Vålerenga er í 3. sæti með 15 stig, Stromsgodset er í 5. sæti með 12 stig, Mjondalen er í 10. sæti með 8 stig, Sandefjord er í 12. sæti með sjö stig, Viking er í 14. sæti með 5 stig og Álasund er í neðsta sæti, 16., með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner