Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. júlí 2021 10:37
Fótbolti.net
Vestri fékk afsvar bæði frá Rafni og Rúnari
Lengjudeildin
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þjálfaraleit Vestra heldur áfram eftir að Heiðar Birnir Torleifsson lét af störfum.

Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, hefur gefið félaginu afsvar en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fóru þær viðræður nokkuð langt. Á endanum tókst þó ekki að láta hlutina ganga upp.

Rafn Markús hefur undanfarin tvö ár verið sérfræðingur Fótbolta.net um Lengjudeildina.

Áður hafði Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, sagt nei við Vestra eftir smá umhugsun og einnig hafði Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, gert það sama.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar, sex stigum frá öðru sætinu.

Jón Hálfdán Pétursson hefur stýrt æfingum Vestra eftir að Heiðar Birnir lét af störfum.

Sjá einnig:
Sammi: Heiðar fann að hann var ekki með leikmenn með sér
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner