Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 15. ágúst 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Albert á leið í læknisskoðun hjá Fiorentina
Fabrizio Romano tísti um Albert Guðmundsson fyrir stuttu og heldur því fram að hann sé á leið í læknisskoðun hjá Fiorentina á næsta sólarhring.

Genoa virtist vera í vandræðum með að finna verðugan arftaka fyrir Albert en núna er komið í ljós að félagið er að ná samkomulagi við Andrea Pinamonti, sem féll óvænt úr efstu deild með Sassuolo á síðustu leiktíð.

Fiorentina fær Albert á lánssamningi með kaupmöguleika, sem virkist ef ákveðnum skilyrðum verður mætt. Fiorentina greiðir 8 milljónir evra fyrir lánið og mun svo borga um 20 milljónir til viðbótar til að festa kaup á Alberti. Þetta samsvarar um 4,3 milljörðum íslenskra króna.

Þessi félagaskipti munu losa um Nicolás González, kantmann Fiorentina, sem virðist vera á leið til Juventus.

   14.08.2024 12:30
Formaður Genoa um Albert: Þá fer hann ekki

Athugasemdir