Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 14. ágúst 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður Genoa um Albert: Þá fer hann ekki
Mynd: Getty Images
Andres Blazquez, formaður Genoa, ítrekar það að Albert Guðmundsson muni ekki yfirgefa félagið í sumar nema Genoa finni nægilega öflugan leikmann í hans stað.

Blazquez segir að Inter hafi ekki lagt fram neitt tilboð í sumar og að Fiorentina hafi lagt fram tilboð sem hafi verið hafnað. Fiorentina hefur verið sterklega orðað við íslenska sóknarmanninn að undanförnu.

„Það hafa komið tilboð, en ekkert þeirra hefur staðist okkar kröfur," segir Blazquez við Tuttosport.

„Ég skil hans löngun að vilja fara þegar hann er að spila sinn besta bolta á ferlinum, en Genoa er það sem er okkur mikilvægast. Við getum ekki leyft Alberti að fara fyrr en við erum með lausn sem lætur okkur líða vel - á sama getustigi eða jafnvel betri. Eins og staðan er í dag þá er Albert ekki að fara."

„Við fengum aldrei formlegt tilboð frá Iner. Mörg félög eru áhugasöm. Fiorentina kom með tilboð, en við samþykktum það ekki. Ég held að Inter hafi áhuga, en það er ekkert tilboð. Ef tilboðin eru ekki sannfærandi og við finnum ekki viðunandi leikmann í staðinn, þá munum við 100% halda Alberti. Við verðum ánægðir ef við höldum honum og hann verður ekki svo vonsvikinn,"
segir formaðurinn.

Albert átti frábært tímabil í fyrra og hefur verið orðaður við félög á Ítalíu, í Þýskalandi, á Englandi og í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner