Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fim 15. ágúst 2024 21:51
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Þetta er örugglega allt hárrétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu og vera hluti af þessari liðsheild og þessari baráttu og karakter sem strákarnir sýndu í dag. Hrikalega skemmtilegur leikur, hraður og fjörugur og við á endanum vorum ofan á og förum glaðir héðan með þrjú stig" sagði glaður Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Val í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Gylfi býr í tvígang dauðafæri snemma í leiknum þar sem hann setur menn í gegn á split second og Anton Ari gerir hrikalega vel að koma í veg fyrir að við lendum undir en eftir það fannst mér við vera líklegri til að skora og markið liggja í loftinu þegar við skorum eftir hornið og ennþá frekar þegar við skorum tvö - núll. Þá vorum við búnir að liggja á þeim allan seinni hálfleikinn. 

Það átti sér stað atvik á 61. mínútu leiks þegar Davíð Ingvars var tekinn niður inn í teig Valsmanna. Hvernig horfði það atvik við þér, átti að dæma vítaspyrnu?

„Ég er ekki búinn að sjá það. Æi ég eyddi of miklum tíma í dómgæslu síðast. Þetta er örugglega allt hárrétt" sagði Halldór og glotti.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um toppbaráttuna við Víkinga. 


Athugasemdir
banner