Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 15. ágúst 2024 21:51
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Þetta er örugglega allt hárrétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu og vera hluti af þessari liðsheild og þessari baráttu og karakter sem strákarnir sýndu í dag. Hrikalega skemmtilegur leikur, hraður og fjörugur og við á endanum vorum ofan á og förum glaðir héðan með þrjú stig" sagði glaður Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Val í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Gylfi býr í tvígang dauðafæri snemma í leiknum þar sem hann setur menn í gegn á split second og Anton Ari gerir hrikalega vel að koma í veg fyrir að við lendum undir en eftir það fannst mér við vera líklegri til að skora og markið liggja í loftinu þegar við skorum eftir hornið og ennþá frekar þegar við skorum tvö - núll. Þá vorum við búnir að liggja á þeim allan seinni hálfleikinn. 

Það átti sér stað atvik á 61. mínútu leiks þegar Davíð Ingvars var tekinn niður inn í teig Valsmanna. Hvernig horfði það atvik við þér, átti að dæma vítaspyrnu?

„Ég er ekki búinn að sjá það. Æi ég eyddi of miklum tíma í dómgæslu síðast. Þetta er örugglega allt hárrétt" sagði Halldór og glotti.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um toppbaráttuna við Víkinga. 


Athugasemdir
banner
banner