29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 15. ágúst 2024 21:51
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Þetta er örugglega allt hárrétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu og vera hluti af þessari liðsheild og þessari baráttu og karakter sem strákarnir sýndu í dag. Hrikalega skemmtilegur leikur, hraður og fjörugur og við á endanum vorum ofan á og förum glaðir héðan með þrjú stig" sagði glaður Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Val í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Gylfi býr í tvígang dauðafæri snemma í leiknum þar sem hann setur menn í gegn á split second og Anton Ari gerir hrikalega vel að koma í veg fyrir að við lendum undir en eftir það fannst mér við vera líklegri til að skora og markið liggja í loftinu þegar við skorum eftir hornið og ennþá frekar þegar við skorum tvö - núll. Þá vorum við búnir að liggja á þeim allan seinni hálfleikinn. 

Það átti sér stað atvik á 61. mínútu leiks þegar Davíð Ingvars var tekinn niður inn í teig Valsmanna. Hvernig horfði það atvik við þér, átti að dæma vítaspyrnu?

„Ég er ekki búinn að sjá það. Æi ég eyddi of miklum tíma í dómgæslu síðast. Þetta er örugglega allt hárrétt" sagði Halldór og glotti.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um toppbaráttuna við Víkinga. 


Athugasemdir
banner