West Ham United hefur fengið átta leikmenn í sumarglugganum en vill að minnsta kosti bæta einum leikmanni til viðbótar við hópinn.
Enska félagið hefur sýnt mikinn metnað í þessum glugga og fengið menn á borð við Max Kilman, Crysencio Summerville, Niclas Füllkrug, Luis Guilherme, Aaron Wan-Bissaka, Guido Rodriguez og Jean-Clair Todibo ásamt því að hafa fengið Wes Foderingham á frjálsri sölu.
Hamrarnir vilja þó enn bæta við miðjumanni áður en glugginn lokar um mánaðamót.
Félagið gerði heiðarlega tilraun til að fá franska miðjumanninn N'Golo Kanté frá Al-Ittihad í síðasta mánuði, en sádi-arabíska félagið hafnaði öllum tilboðum.
Samkvæmt frönsku miðlunum hefur West Ham áhuga á því að fá Carlos Soler, leikmann Paris Saint-Germain,
Soler mun eflaust fá minni spiltíma á komandi leiktíð en PSG er með þá Warren Zaire-Emery, Vitinha, Joao Neves og Fabian Ruiz í sínum röðum.
Athugasemdir