Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 15. september 2018 22:44
Arnar Helgi Magnússon
Gústi Gylfa: Óska Stjörnunni til hamingju með titilinn
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld.
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason var svekktur eftir tapið í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Þrátt fyrir það var hann stoltur af sínu liði en úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Breiðablik

„Það var erfitt að kyngja þessu en við spiluðum góðan fótbolta í 120 mínútur og töpum í vítakeppni, því miður. Svona er fótboltinn og ég óska Stjörnunni til hamingju með bikarinn."

„Mér fannst við stjórna leiknum fyrstu 80 mínúturnar, létum boltann ganga vel á milli manna. Við sköpuðum ekkert mikið af færum en síðustu 10 mínúturnar fara þeir að komast inní leikinn og dæla boltanum inní hættusvæðið."

„Aðstæðurnar voru frábærar og stuðningsmennirnir frábærir. Það er súrt að tapa þessum bikar en ég er ánægður með leikmennina í dag. Súrt að fá ekki að hampa bikarnum í kvöld."

Blikar geta leyft sér að svekkja sig í kvöld en síðan er það bara áfram gakk.

„Það er leikur á miðvikudaginn. Svekkjandi í kvöld og allt það. Það eru þrír leikir eftir þar, við þurfum að halda áfram og klára mótið þar."

Viðtalið við Gústa má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner