Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   lau 15. september 2018 22:44
Arnar Helgi Magnússon
Gústi Gylfa: Óska Stjörnunni til hamingju með titilinn
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld.
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason var svekktur eftir tapið í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Þrátt fyrir það var hann stoltur af sínu liði en úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 Breiðablik

„Það var erfitt að kyngja þessu en við spiluðum góðan fótbolta í 120 mínútur og töpum í vítakeppni, því miður. Svona er fótboltinn og ég óska Stjörnunni til hamingju með bikarinn."

„Mér fannst við stjórna leiknum fyrstu 80 mínúturnar, létum boltann ganga vel á milli manna. Við sköpuðum ekkert mikið af færum en síðustu 10 mínúturnar fara þeir að komast inní leikinn og dæla boltanum inní hættusvæðið."

„Aðstæðurnar voru frábærar og stuðningsmennirnir frábærir. Það er súrt að tapa þessum bikar en ég er ánægður með leikmennina í dag. Súrt að fá ekki að hampa bikarnum í kvöld."

Blikar geta leyft sér að svekkja sig í kvöld en síðan er það bara áfram gakk.

„Það er leikur á miðvikudaginn. Svekkjandi í kvöld og allt það. Það eru þrír leikir eftir þar, við þurfum að halda áfram og klára mótið þar."

Viðtalið við Gústa má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner