þri 15. september 2020 18:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Vonir Eyjamanna fara minnkandi - Vestri hélt út gegn Magna
Gott stig fyrir Leikni
Lengjudeildin
Vel gert hjá Vestra.
Vel gert hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Leikirnir áttu upphaflega að fara fram á morgun en var flýtt vegna slæmrar veðurspár á morgun. Leikið var í Vstammaneyjum þar sem heimamenn í ÍBV tóku á móti Leikni Fáskrúðsfirði og á Ísafirði þar sem heimamenn í Vestra fengu lið Magna í heimsókn.

ÍBV þurfti á sigri að halda til að halda í við efstu þrjú liðini í deildinni á meðan Leiknir berst fyrir sæti sínu í deildinni. Markalaust var í leikhléi og niðurstaðan markalaust jafntefli, dýrmæt tvö stig í súginn hjá ÍBV.

„Kominn hálfleikur. Það gæti reynst ÍBV ansi dýrt að hafa ekki nýtt sér öll þau færi sem þeir hafa fengið. Það er aðeins að bæta í vindinn og eru Leiknismenn með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Verður áhugavert að sjá hvort þeir nýti sér það," skrifaði Gunnar Karl Haraldsson í beinni texta lýsingu frá Hásteinsvelli.

Á 93. mínútu skoraði Sito mark en rangstaða var dæmd: „Sito skorar en er dæmdur rangstæður. Algjör þvaga inn á teignum og ómögulegt fyrir mig að sjá þetta héðan," skrifaði Gunnar.

Á Ísafirði var staðan 2-1 fyrir heimamönnum í leikhléi. Það voru þeir Túfa og Pétur Bjarnason sem komu heimamönnum í 2-0 en varnarmaðurinn Tómas Örn Arnarson minnkaði muninn fyrir gestina á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Magnamenn komu sér í ágætis stöður á síðustu tuttugu mínútum leiksins til að jafna leikinn og fá dýrmætt stig en tókst ekki að koma boltanum í netið. Magni er áfram í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá Þrótti í 10. sætinu og sömuleiðis þremur frá Leikni F. sem situr í 11. sætinu.

ÍBV er í 4. sæti deildarinnar og vonir Eyjamanna um að fara upp fara minnkandi. Vestri siglir lygnan sjó um miðja deild, vel gert hjá nýliðunum.

ÍBV 0 - 0 Leiknir F.
Lestu nánar um leikinn.

Vestri 2 - 1 Magni
1-0 Vladimir Tufegdzic ('26 )
2-0 Pétur Bjarnason ('42 )
2-1 Tómas Örn Arnarson ('45 )
Lestu nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner