Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg fór í aðgerð í London vegna langvarandi meiðsla
Arnór Borg
Arnór Borg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen hefur glímt við meiðsli í allt sumar. Hann fór á dögunum til London og kom í ljós að hann var nára kviðslitinn (sports hernia) bæði hægra og vinstra megin í náranum.

Þau meiðsli hefur hann glímt við síðan í apríl.

Arnór segir við Fótbolta.net að endurhæfingin ætti að taka um mánuð. Því er ljóst að hann spilar ekki meira með á þessu tímabili.

Arnór verður 21 árs á morgun, hann er sóknarmaður sem gekk í raðir Fylkis í fyrra frá velska félaginu Swansea.

Arnór hefur, þrátt fyrir meiðslin, spilað ellefu leiki í sumar og skorað í þeim eitt mark.

Sports hernia eru sömu meiðsli Blikinn Anton Logi Lúðvíksson glímdi við í langan tíma og Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montreal, fór í aðgerð vegna þessara meiðsla á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner