Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. september 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Hefur spilað níu landsleiki síðan hann lék síðast fyrir Man City
John Stones, varnarmaður Manchester City.
John Stones, varnarmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
John Stones átti draumatímabil með Manchester City í fyrra en hans síðasti leikur sem hann spilaði fyrir félagið var úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, þar sem Chelsea vann 1-0.

Stones gekk í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Pep Guardiola á síðasta tímabili þar sem hann og Rúben Dias mynduðu frábært miðvarðapar. Stones gerði nýjan samning við City í ágúst.

En á þessu tímabili er hann aftur kominn á bekkinn hjá City. Síðan hann spilaði síðast fyrir Englandsmeistarana hefur hann leikið níu landsleiki fyrir England, þar á meðal alla sjö leiki liðsins á EM alls staðar.

Eftir EM fékk hann lengra frí.

„John kom seint til okkar og svo átti hann í smá vandræðum með meiðsli," sagði Guardiola i síðasta mánuði. Eftir það fór Stones svo í landsliðsverkefni þar sem hann spilaði tvo heila landsleiki.

Því miður fyrir Stones hefur þetta spilast þannig að Aymeric Laporte er kominn aftur í liðið. Talað var um í sumar að hann gæti farið annað eftir frábæra frammistöðu Stones og Dias. Á hinn veginn þá vann hann sig aftur inn í myndina hjá Guardiola og hefur leikið frábærlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner