Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. september 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Stjórn Barcelona hélt krísufund í nótt
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja að Joan Laporta forseti Barcelona hafi boðað stjórn félagsins á krísufund eftir 3-0 tapið gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær.

Frammistaða Barcelona var hörmuleg en liðið náði ekki skoti á markið í leiknum.

Þessi ósigur leggst ekki vel í stuðningsmenn og stjórnarmenn félagsins. Sport segir að Laporta hafi boðað til stjórnarfundar beint eftir leikinn.

Fundurinn stóð yfir til klukkan 2 í nótt. Ekki er sagt nákvæmlega um hvað fundurinn var en ekki er búist við því að félagið muni taka einhverja snarpa ákvörðun varðandi framtíð Ronald Koeman.

Fundurinn eykur allavega á óþægindi Koeman í þjálfarastólnum. Börsungar eru í erfiðri stöðu fjárhagslega og Lionel Messi og Antoine Griezmann yfirgáfu félagið í sumar.

Ofan á öll vandræðin þá fór Jordi Alba meiddur af velli í leiknum í gær en ekki er búið að gefa neitt út um þau meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner