Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. október 2019 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Bjarna á leið til Al-Arabi
Birkir Bjarnason er að semja við Al Arabi
Birkir Bjarnason er að semja við Al Arabi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, er á leið til Al-Arabi í Katar.

Birkir, sem er 31 árs gamall, hefur verið án félags frá því í sumar en hann náði samkomulagi við Aston Villa um riftun samnings.

Hann hefur þó spilað með íslenska landsliðinu og var magnaður í 0-1 tapinu gegn Frökkum.

Hann er nú á leið til Al-Arabi í Katar en félagið birti mynd af honum á Instagram þar sem hann hélt á trefli félagsins. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gerir Birkir samning fram í janúar en hann á að leysa Aron Einar Gunnarsson af hólmi á meðan hann jafnar sig af ökklameiðslum.

Heimir Hallgrímsson fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins er þjálfari Al-Arabi.

Al-Arabi er í 2. sæti deildarinnar eftir fimm leiki, aðeins stigi á eftir Al Duhail.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner